Hraður bati

Hæ öllsömul, þetta er að ganga ótrúlega hratt. Ég er búin að losna við öll tæki s.s nýrnaskiljun sem var þannig að ég lá í 4 klst og beið bara.

Núna er bara að koma vinstri fæti í sitt gamla form, ég næ að hreyfa hann aðeins enn það fylgja honum miklir verkir sem er deyft með lyfjum(dópi). .

Enn og aftur þá vil ég þakka fyrir mig , þig eruð búin að vera ótrúleg . Ég met þetta mikið og tárast í hverju færslu........takk takkk takk þetta er ómetanlegt.

Kveðja

Þorsteinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Steini !! Mikið er nú gott að heyra þessar frábæru fréttir. Haltu áfram baráttunni og þú verður kominn á gott ról áður en þú veist af. Við höldum áfram að bera í þig baráttukveðjur ........ !!

 Kveðja, Bjössi Matt 

Bjössi Matt (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 21:52

2 identicon

Hæ hæ Steini !

Það er alveg frábært að fá að heyra frá þeir hvernig gangi og þessi góði bati sýnir best hvað þú ert mikill keppnismaður, hef nú varla kynnst neinum öðrum sem hefur svona mikið keppnisskap og þú. Ég held áfram að biðja fyrir þér og senda þér batastrauma. Haltu áfram á sömu braut.

Kær kveðja Elena

Elena (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 10:33

3 identicon

Frábært að heyra að allt gengur svona vel, maður vissi vel að þú myndir sigrast á þessu hratt og örugglega eins og þér einum er lagið. Sendi baráttukveðjur til þín og fjölskyldu þinnar, þið eruð öll hetjur !!!

Signý (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 13:12

4 identicon

Það er alveg magnað og ánægjulegt að sjá hversu vel þú hefur náð þér. Þessi reynsla þín kennir okkur hinum að taka lífinu ekki sem sjálfsögðum hlut og þakka fyrir hvern dag sem við höfum með fjölskyldum okkar. Baráttukveðjur úr vesturbænum, kv. Egill

Egill (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 15:50

5 identicon

Þú ert náttúrulega engum líkur steini og hefur sýnt það og sannað hér. Mér finnst frábært að fá fréttirnar svona frá þér sjálfum. Hlakka til að heyra meira og held áfram að berjast með þér í huganum.  Þú ert líka með einstaka konu þér við hlið og þið eruð hetjur bæði tvö.  Sendi kærar kveðjur til ykkar og að sjáfsögðu krúslu litlu líka

Fanný (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 22:58

6 identicon

Já einsog allir skrifa þá er það æðislegt að lesa þín eigin skrif og fá þetta frá fyrstu hendi (þó ég treysti þeim höndum vel sem ég hef fengið fréttir frá til að setja á síðuna)

 Egill orðar þetta mjög vel þegar hann segir að reynsla þín kenni okkur að taka lífinu ekki með sjálfsögðum hlut en þú ert enn eitt dæmið sem minnir mig á það. 

Ég er ótrúlega stoltur að þekkja mann sem snéri svona á æðri máttarvöld og gerði það sem margir óttuðust að ekki væri hægt. Að sjálfsögðu vorum við sem höfum þekkt þig í svona mörg ár viss um hvaða mann þú hefðir að geyma og þegar það versta er yfirstaðið finnst manni ekkert skrýtið að þú hafir haft þetta af(þú ert jú keppnis).

Þegar ég sá þig á árgangsmótinu hafði ég ekki séð þig í svolítinn tíma og var ánægður að sjá þig vera kominn í svona gott form, og það kom ekki á óvart þegar fólk talaði um það sem þinn bjargvætt í veikindunum.

Ég hlakka til að sjá þig næst og horfa á þessa hetju með berum augum..

Hafðu það sem allra best Steini minn.  

Kveðja Stebbi Steindórs (fréttaritari Steina-frétta) 

Stebbi Steindórs (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 01:50

7 identicon

Hæ öll sömul ég ætla láta vita af mér. Ég fer á grensás á þriðjudag(á morgun) og þá er endurhæfing að byrja á fullu, smá kvíðni því ég er orðin 93 kíló og samt með mikinn bjúg og í engu formi, matarlistin er lítil enn vonandi að hún fari að koma. Þetta á eftir að taka mánuð ef ekki mánuði það veit enginn, því fóturinn er ekkert farinn að hreyfast neitt að viti. Ég á mína góðu daga og auðvitað þá slæmu líka enn góðu dagarnir er mun fleiri sem betur fer. Enn og aftur vil ég þakka fyrir mig og eins og Egill sagði þá tekur maður ekki lífinu sem sjálfssögðum hlut. Takk fyrir mig .

Kveðja Þorsteinn

Þorsteinn Elías (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndir

  • 30 ára
  • Þorsteinn vann "einspilari dagsins"
  • Óvissuferð

Höfundur

Árgangur 1978 BEKKJALISTAR HÉR
Árgangur 1978 BEKKJALISTAR HÉR

 

Klikkaðu á tekstann HÖFUNDUR hér fyrir ofan og sjáðu nöfn allra í árgangnum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Um bloggið

Árgangur 1978, Vestmannaeyjum

Árgangur 1978 frá Vestmannaeyjum mun fagna því árið 2007 að það eru liðin 15 ár frá fermingu þessa merka árgangs.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband