Sæll kæri árgangur

Innilegar þakkir fyrir hlýjar hugsanir og bænir. Ég er nú kominn á almenna deild og er byrjaður í smá endurhæfingu. Ég á eftir að vera hér í nokkrar vikur og fer svo annað hvort á Grensás eða Reykjalund í frekari endurehæfingu. Þetta gengur samt allt nokkuð vel en hægt.

Ég er búinn að vera með tárinn í augunum að lesa færslurnar hér á síðunni.

Enn og aftur kærar þakkir fyrir allan stuðninginn, hann er alveg ómetanlegur.

Kveðja Þorsteinn og fjölskylda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er frábært að fylgjast með að þetta er á leið í rétta átt Steini minn þó ég þykist vita að þetta verður löng leið. En við í árgangnum höldum að sjálfsögðu áfram að hugsa hlýtt til þín og byðja fyrir þér.

Það eru ótrúlega margir sem hafa fylgst með síðunni og margir hafa kastað á þig kveðju einsog þú sérð.

Vertu duglegur að berjast í endurhæfingunni.

Kveðja Stebbi Steindórs

Stebbi Steindórs (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 18:27

2 identicon

Frábært að lesa fréttir frá þér sjálfum Þorsteinn og gott að lesa að þetta er allt á leið í rétt átt og nú höldum við áfram að biðja fyrir þér og fjölskyldu þinni og hugsum hlýtt til ykkar. Munið að góðir hlutir gerast hægt og þolinmæðin þrautir vinnur allar. Baráttukveðjur frá Oddnýju og fjölskyldu í Hafnarfirðinum.

Oddný Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 21:05

3 identicon

Ég verð að vera sammála Stebba og Oddýju. Það er alveg ótrúlega gott og þægilegt að "heyra" frá þér sjálfum. Mér var nú ekki farið að litast vel á blikuna á tímabili en þú hefur nú heldur betur sannað það hversu magnaður þú ert. Haltu áfram með sama þrótti, ég efast ekki um að allt muni ganga vel. 

Kærar kveðjur frá Noregi. 

Jóhann Örn (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 11:44

4 identicon

Held að allir séu sammála um hve frábært það er að heyra frá þér sjálfum.  Vonast til að heyra meira og ég mun sannarlega halda áfram að biðja að þetta gangi allt saman vel hjá þér.  og eins og Oddný segir þá gerast góðir hlutir hægt og þú hefur sko sýnt okkur hve baráttuglaður þú ert...haltu áfram á sömu braut

kær kveðja.. Fanný

Fanný (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 20:10

5 identicon

Það gleður mig mikið að fá þessi skilaboð frá þér Steini minn, ánægjulegt að allt gangi vel og þótt það taki einhvern tíma að verða algóður þá er það bara eitthvað sem þú tekur á með þolinmæði. Svo ertu með flott fólk á bakvið þig sem mun án efa hjálpa þér í gegnum þetta frá a-ö.

Þetta leit ekki vel út á tímabili en ég efaðist aldrei að þú myndir ná að standa þetta af þér enda mikill baráttuhundur með mikið að góðu fólki í kringum þig sem er mikilsvert að berjast fyrir.

Árgangurinn hefur verið í miklu sambandi þar sem við höfum styrkt hvort annað og beðið fyrir þér og fjölskyldur þinni. Þessi síða hefur hjálpað mikið í því að sameina okkur.

 Vonandi heldur batinn áfram og við tökum bara einn dag fyrir í einu líkt og við höfum gert hingað til.

 Baráttáttukveðjur
 Diddi

Diddi (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 09:04

6 identicon

Mér finnst frábært að lesa fréttir frá þér sjálfum og gott að allt gengur vel. Ég hef fulla trú á því að þú eigir eftir að standa þig vel áfram í þessu ferli eins og þú hefur gert hingað til og þú átt fullt af góðu fólki sem styður þig áfram í þessu sem framundan er.

Ég tek undir með Didda að það hefur verið gott að fá fréttir af þér á þessari síðu enda hefur hugurinn verið hjá þér og fjölskyldu þinni undanfarnar vikur.

Gangi þér vel í því sem framundan er.

Bestu kveðjur til þín og fjölskyldu þinnar

Kristín Inga

Kristín Inga (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 09:37

7 identicon

Hæ öllsömul, þetta er að ganga ótrúlea hratt. Ég er búin að losna við öll tæki s.s nýrnaskiljun sem var þannig að ég lá í 4 klst og beið bara.Núna er bara að koma vinstri fæti í sitt gamla form, ég næ að hreyfa hann aðeins enn það fylgja honum miklir verkir sem er deyft með lyfjum(dópi). . Enn og aftur þá vil ég þakka fyrir mig , þig eruð búin að vera ótrúleg . Ég met þetta mikið og tárast í hverju færslu........takk takkk takk þetta er ómetanlegt.

Kveðja

Þorsteinn

Þorsteinn (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndir

  • 30 ára
  • Þorsteinn vann "einspilari dagsins"
  • Óvissuferð

Höfundur

Árgangur 1978 BEKKJALISTAR HÉR
Árgangur 1978 BEKKJALISTAR HÉR

 

Klikkaðu á tekstann HÖFUNDUR hér fyrir ofan og sjáðu nöfn allra í árgangnum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Um bloggið

Árgangur 1978, Vestmannaeyjum

Árgangur 1978 frá Vestmannaeyjum mun fagna því árið 2007 að það eru liðin 15 ár frá fermingu þessa merka árgangs.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband