Passið ykkur á póstinum!

Það er farið bréf af stað til þín og þeirra sem ekki hafa vanið komu sína hingað til að ganga endanlega frá tilkynningum um árgangsmótið. W00t

Nú er rúmlega mánuður í þetta frábær árgangsmót og þegar þjóðhátíðin hefur skaðað ykkur sem þangað ætla þangað vill ég að það verði mjög virk þáttaka hérna á síðunni með helling af fréttum, pínlegum myndum og sögum svo stemming verði í hámarki þegar árgangsmótið verður puðrað í gang þann 7.september.

ER BÚIÐ AÐ...

PANTA MIÐA Í HERJÓLF EÐA FLUG?

ER BÚIÐ AÐ REDDA PÖSSUN?

ERTU BÚINN AÐ FÁ FRÍ EF ÞÚ ÁTT AÐ VINNA Á ÞESSUM TÍMA?

ERTU Í STUÐI?

OG ÞAÐ SEM MEIRA ER VERÐURÐU Í STUÐI?

 

Kveðja Stebbi Steindórs.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þarf einmitt að fara panta í Herjólf, treysti ekki á flug. Ég er búin að redda pössun og ætla að vera í svakalegu stuði. Ég hlakka ekkert smá til og vonandi koma sem flestir. Eru ekki allir svakalega spenntir? Hlakka til að sjá alla, kveðja Elena

Elena (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 15:58

2 identicon

Hæ allir saman.

 Ég er komin með pössun, reddaði henni í FEBRÚAR.  Betra að vera save then sorry.  Ég hlakka ómótstæðilega mikið til og ég vona svo innilega að árgangur "78 eigi eftir að slá met hérna í mætingu....seinast vorum við ca.50 með mökum...frekar lélegt. En það var óendanlega skemmtilegt. ÉG er svo heppin að eiga heima í eyjum, þannig að ég þarf ekki að fara í neitt ferðalag..ekki nema ég panti leigubíl....ég held að við séum fimm eftir af árgangnum hérna í eyjum.....já, einmitt. fimm.

 Jæja, endilega verið dugleg að skrifa hérna inn.

Kær þjóðhátíðarkveðja

Þórey Svava

Þórey Svava (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 17:25

3 identicon

Því miður kemst ég ekki heldur núna vegna utanlandsferðar þannig að við sjáumst vonandi að 5 árum liðnum kv Gunnar Tryggvi

Gunnar Tryggvi (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 22:05

4 identicon

Já þó svo að ég hafi sjálfur skrifað að fólk þurfi að fara að huga að pössun og ferðalaginu sjálfu komst ég að því að ég er víst ekkert farinn að pæla í því sjálfur... Hvað þá fríi í vinnunni enn ég á víst að vera að vinna þessa helgi..En ég er ákveðinn að ef ég fæ ekki frí þá segi ég bara upp samstundis... þannig að það á ekki eftir að stoppa mig.. hehe... ÉG MUN MÆTA:::

Annars er hugur í mér og þvílík tilhlökkun. Er að undirbúa atriði og vona að það séu aðrir hérna sem ákveða að gera hið sama svo nefndin þurfi ekki að fara að skipa fólk í þá hluti.. Endilega sýnið frumkvæði og tilkynnið að þið séuð skemmtileg og sýnið okkur það svo á árgangsmótinu.......

Það skjalfestist þá hér með að ég er skemmtilegur og sýni ykkur það í sept.. 

Kærasta Kveðja

Stebbi Steindórs.......

Ps nú þarf ég víst að reikna... HVER ER SUMMAN AF 6 OG 18.. Hvar er bévítans vasareiknirinn núna... 

Stebbi Steindórs (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 12:42

5 identicon

Ég mæti sko á staðinn...amma og afi verð neidd til að passa púkana mína  á reyndar eftir að redda farinu á eyjuna fögru.  En ég mæti víst kona einsömul þar sem að kallinn kemst ekki... eeen hlakka til að hitta alla. knús í krús.. Fanný

Fanný (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 22:42

6 identicon

Gott kvöld gott fólk. Ég sem hélt að ég væri búinn að slíta öll tengsl við blessuðu eyjarnar fæ þennan fínan póst frá ykkur .
Það væri mikið gaman að koma og sjá þetta fólk sem ég hef ekki séð í 15ár. En vonandi kemst ég.

Bið að heilsa ykkur og farið varlega.

P.s. ef einhver af þessum árgangi er sjómaður (skipper eða hvaðaeina) bjallið á mig ef ykkur vantar kafara. :)

Dúni kafari.

Þórir Rúnar Geirsson (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 23:37

7 identicon

Sæl aftur.

Ég var að skoða bekkjarlistann yfir árgangana. Mér datt bara í hug hvort ekki sé mögulegt að hafa nafn Sigurjóns Steingrímssonar vinar míns þarna með þó hann sé fallinn frá?

Bara smá hugmynd.

 Ykkar vinur Dúni.

Dúni kafari (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 23:45

8 identicon

Að sjálfsögðu á nafn hans að vera þarna..

Ég tók ekki eftir að nafn hans vantaði.. 

Fer í málið  

Stefán Steindórs (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 15:39

9 identicon

Áríðandi tilkynning til allra. Stefán ef þú lest þetta þá endilega láttu þessa færslu fara fremst á síðuna okkar.

 Smá tæknileg mistök urðu á bréfinu okkar góða.  Þar kemur fram vitlaust bankabókarnúmer....öllum getur orðið á mistök. En þegar árgangurinn er orðin svona mikilvægur þá þurfa að vera margar bankabækur í gangi.

VINSAMLEGAST LEGGIÐ INN Á REIKNING NÚMER :

582-26-008278

Á KENNITÖLU

120178-5129

Því miður þá passar ekki saman kennitala og reikningsnúmer sem ritað er á bréfinu og bið ég ykkur um að nota þetta reikningsnúmer. Endilega látið þetta ganga á milli bekkjarfélaga ykkar.

 Hafið það gott og afsakið þetta bull í mér. Tæknileg mistök hí hí hí

 Kær kveðja

Þórey Svava

Þórey Svava (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 12:42

10 identicon

Mikið svakalega verður þetta skemmtilegt. En bara verst að ég kemst ekki á svæðið, var byrjaður á því að rifja upp frasana úr "Nu skal vi snakke sammen" og farinn að lesa "Gagn og gaman", eða hvað sem sú bók hét. 

kv 

Jóhann Örn 

Jóhann Örn (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 16:07

11 identicon

Búin að millifæra og það er orðið ÞVÍLÍKT stutt í þetta......hvernig væri nú að rífa aðeins upp stemminguna!! Við stelpurnar gerum ráð fyrir því að það verði aftur skemmtiatriða-keppni...og nú toppum við síðasta atriði....nei smá djók en eru allir búnir að panta far til eyja, pössun? eða áfengi í ÁTVR  

Helga Sigrún (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndir

  • 30 ára
  • Þorsteinn vann "einspilari dagsins"
  • Óvissuferð

Höfundur

Árgangur 1978 BEKKJALISTAR HÉR
Árgangur 1978 BEKKJALISTAR HÉR

 

Klikkaðu á tekstann HÖFUNDUR hér fyrir ofan og sjáðu nöfn allra í árgangnum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Um bloggið

Árgangur 1978, Vestmannaeyjum

Árgangur 1978 frá Vestmannaeyjum mun fagna því árið 2007 að það eru liðin 15 ár frá fermingu þessa merka árgangs.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband