28.7.2007 | 00:41
Passið ykkur á póstinum!
Það er farið bréf af stað til þín og þeirra sem ekki hafa vanið komu sína hingað til að ganga endanlega frá tilkynningum um árgangsmótið.
Nú er rúmlega mánuður í þetta frábær árgangsmót og þegar þjóðhátíðin hefur skaðað ykkur sem þangað ætla þangað vill ég að það verði mjög virk þáttaka hérna á síðunni með helling af fréttum, pínlegum myndum og sögum svo stemming verði í hámarki þegar árgangsmótið verður puðrað í gang þann 7.september.
ER BÚIÐ AÐ...
PANTA MIÐA Í HERJÓLF EÐA FLUG?
ER BÚIÐ AÐ REDDA PÖSSUN?
ERTU BÚINN AÐ FÁ FRÍ EF ÞÚ ÁTT AÐ VINNA Á ÞESSUM TÍMA?
ERTU Í STUÐI?
OG ÞAÐ SEM MEIRA ER VERÐURÐU Í STUÐI?
Kveðja Stebbi Steindórs.
Tenglar
Árgangurinn Bloggar
Heimasíður frá árgangnum 78, Vestmannaeyjum
- Steinþór Óskarsson Samsæriskenningar
- Þorsteinn aka. Steini Steina Nýjasti bloggarinn í álverinu
- Finnbogi Thorshamar Ég er blásaklaus
- Finnur Freyr Greifinn af skítblank
- Óðinn Yngvason Trommari,gítaleikari og bassaleikari
- Andri Hugo Einn virkasti bloggari landsins
- Diddi Diddi Jordan
- Elena Einis Hefur lítið skrifað síðan ÍBV féll
- Stebbi Steindórs EKki sá Rocco sem þú heldur
- Fanný Yngvadóttir Hej jeg bor i Danmark
- Guðjón Ólafs Jesús er svarið
- Helga Sigrún Ótrúlega sæt síða
- Hrund Scheving Hrund skrifaðu nú eitthvað þarna
- Íris Eva Spain calling
- Jóhann Örn Beint frá Noregi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég þarf einmitt að fara panta í Herjólf, treysti ekki á flug. Ég er búin að redda pössun og ætla að vera í svakalegu stuði. Ég hlakka ekkert smá til og vonandi koma sem flestir. Eru ekki allir svakalega spenntir? Hlakka til að sjá alla, kveðja Elena
Elena (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 15:58
Hæ allir saman.
Ég er komin með pössun, reddaði henni í FEBRÚAR.
Betra að vera save then sorry. Ég hlakka ómótstæðilega mikið til og ég vona svo innilega að árgangur "78 eigi eftir að slá met hérna í mætingu....seinast vorum við ca.50 með mökum...frekar lélegt. En það var óendanlega skemmtilegt. ÉG er svo heppin að eiga heima í eyjum, þannig að ég þarf ekki að fara í neitt ferðalag..ekki nema ég panti leigubíl....ég held að við séum fimm eftir af árgangnum hérna í eyjum.....já, einmitt. fimm.
Jæja, endilega verið dugleg að skrifa hérna inn.
Kær þjóðhátíðarkveðja
Þórey Svava
Þórey Svava (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 17:25
Því miður kemst ég ekki heldur núna vegna utanlandsferðar þannig að við sjáumst vonandi að 5 árum liðnum kv Gunnar Tryggvi
Gunnar Tryggvi (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 22:05
Já þó svo að ég hafi sjálfur skrifað að fólk þurfi að fara að huga að pössun og ferðalaginu sjálfu komst ég að því að ég er víst ekkert farinn að pæla í því sjálfur... Hvað þá fríi í vinnunni enn ég á víst að vera að vinna þessa helgi..En ég er ákveðinn að ef ég fæ ekki frí þá segi ég bara upp samstundis... þannig að það á ekki eftir að stoppa mig.. hehe...
ÉG MUN MÆTA:::
Annars er hugur í mér og þvílík tilhlökkun. Er að undirbúa atriði og vona að það séu aðrir hérna sem ákveða að gera hið sama svo nefndin þurfi ekki að fara að skipa fólk í þá hluti.. Endilega sýnið frumkvæði og tilkynnið að þið séuð skemmtileg og sýnið okkur það svo á árgangsmótinu.......
Það skjalfestist þá hér með að ég er skemmtilegur og sýni ykkur það í sept..
Kærasta Kveðja
Stebbi Steindórs.......
Ps nú þarf ég víst að reikna... HVER ER SUMMAN AF 6 OG 18.. Hvar er bévítans vasareiknirinn núna...
Stebbi Steindórs (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 12:42
Ég mæti sko á staðinn...amma og afi verð neidd til að passa púkana mína
á reyndar eftir að redda farinu á eyjuna fögru. En ég mæti víst kona einsömul þar sem að kallinn kemst ekki... eeen hlakka til að hitta alla. knús í krús.. Fanný
Fanný (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 22:42
Gott kvöld gott fólk. Ég sem hélt að ég væri búinn að slíta öll tengsl við blessuðu eyjarnar fæ þennan fínan póst frá ykkur
.
Það væri mikið gaman að koma og sjá þetta fólk sem ég hef ekki séð í 15ár. En vonandi kemst ég.
Bið að heilsa ykkur og farið varlega.
P.s. ef einhver af þessum árgangi er sjómaður (skipper eða hvaðaeina) bjallið á mig ef ykkur vantar kafara. :)
Dúni kafari.
Þórir Rúnar Geirsson (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 23:37
Sæl aftur.
Ég var að skoða bekkjarlistann yfir árgangana. Mér datt bara í hug hvort ekki sé mögulegt að hafa nafn Sigurjóns Steingrímssonar vinar míns þarna með þó hann sé fallinn frá?
Bara smá hugmynd.
Ykkar vinur Dúni.
Dúni kafari (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 23:45
Að sjálfsögðu á nafn hans að vera þarna..
Ég tók ekki eftir að nafn hans vantaði..
Fer í málið
Stefán Steindórs (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 15:39
Áríðandi tilkynning til allra. Stefán ef þú lest þetta þá endilega láttu þessa færslu fara fremst á síðuna okkar.
Smá tæknileg mistök urðu á bréfinu okkar góða. Þar kemur fram vitlaust bankabókarnúmer....öllum getur orðið á mistök. En þegar árgangurinn er orðin svona mikilvægur þá þurfa að vera margar bankabækur í gangi.
VINSAMLEGAST LEGGIÐ INN Á REIKNING NÚMER :
582-26-008278
Á KENNITÖLU
120178-5129
Því miður þá passar ekki saman kennitala og reikningsnúmer sem ritað er á bréfinu og bið ég ykkur um að nota þetta reikningsnúmer. Endilega látið þetta ganga á milli bekkjarfélaga ykkar.
Hafið það gott og afsakið þetta bull í mér. Tæknileg mistök hí hí hí
Kær kveðja
Þórey Svava
Þórey Svava (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 12:42
Mikið svakalega verður þetta skemmtilegt. En bara verst að ég kemst ekki á svæðið, var byrjaður á því að rifja upp frasana úr "Nu skal vi snakke sammen" og farinn að lesa "Gagn og gaman", eða hvað sem sú bók hét.
kv
Jóhann Örn
Jóhann Örn (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 16:07
Búin að millifæra og það er orðið ÞVÍLÍKT stutt í þetta......hvernig væri nú að rífa aðeins upp stemminguna!! Við stelpurnar gerum ráð fyrir því að það verði aftur skemmtiatriða-keppni...og nú toppum við síðasta atriði....nei smá djók en eru allir búnir að panta far til eyja, pössun? eða áfengi í ÁTVR
Helga Sigrún (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.