Ekkert nýtt að frétta

Já ég ætla að segja frá ekki neinu í þetta skiptið. 

Það er enn óbreytt ástand síðan síðasta frétt um líðan Þorsteins kom. 

Við bíðum því og biðjum að Þorsteinn taki bata með hverjum deginum.

Sjúkdómurinn er nú þannig að tíminn er látinn líða og það er lítið hægt að segja fyrir víst.

Bænir og kveðjur til Þorsteins eru okkar sterkasta vopn og við skulum beita því einsog við getum

  


Kraftaverk að gerast!

Svo virðist sem kraftaverkið sem við vonuðumst eftir sé nú að sýna sig. Þorsteinn fór í margar myndatökur seinnipartinn í gær og læknar trúa varla sýnum eigin augum.

Miðað við það sem gengið hefur á er það með ólíkindum hvað þetta lítur vel út á myndunum, eingin skaði er sjánlegur á höfðinu og verður þetta því að teljast kraftaverk. Þorsteini verður þó haldið sofandi eitthvað áfram. 

Það er því komin mikil von núna og við vonum svo sannarlega að þetta sé bara eitt af mögrum gleðifréttunum sem við heyrum.

Höldum því áfram að hugsa jákvætt í garð Þorsteins og fjöldskyldu hans og látum þau vera áfram í bænum okkar.  

 


Engar fréttir eru góðar fréttir

Það er víst biðin sem er besti vinur Þorsteins núna. 

Það er lítið sem hefur breyst nú um helgina hjá Þorsteini. 

Honum er enn haldið sofandi á gjörgæslu og ekki enn vitað hvert framhaldið verður. Hann sýnir þó að það er þróttur í honum og gefur fjöldskyldu sinni von og hefur m.a. opnað augun lítilega svona rétt einsog til að athuga hverjir væru þarna hjá honum.

Allavega þá  biðjum við áfram um að Þorsteinn nái sér og vinni þetta.

Og ekki gleyma að það er góður hópur fólks sem vakir yfir þorsteini og fylgist grant með öllu sem gerist á spítalanum. Við munum svo setja inn hér allar þær breytingar sem verða á líðan hans.  


Skref í rétta átt.

Nú hafa borist góð tíðindi af Þorsteini. Líðan hans er orðin stöðug og blóðgjöf hefur verið hætt. Það er vissulega gott að vita að hann er að berjast einsog við svo oft höfum séð hann gera.

 Enn það má betur ef duga skal og við höldum bænum okkar og að senda hlýar hugsanir áfram til hans.. 

 


Alvarlegt ástand á Þorsteini Elías

Þorsteinn vann Þorsteinn Elías gengur í gegnum erfiða tíma núna. Hann var fluttur með hraði á spítala með einkenni hjartaáfalls. Í rannsóknum komu í ljós gallar í æðarkerfi hans sem eru það alvarlegir að skipt er nú um margar af æðum í kringum hjartað. Hann gekkst undir aðgerð snemma í gærmorgun (fimmtudag). Í framhaldi þess hafa ýmis vandræði komið upp.. Æðarkerfið Þorsteins er ansi veikt og á erfitt með að bera það blóð sem hjartað reynir að skila frá sér. 

Nú hefur hann gengið undir fjölda aðgerða og berjast læknar við að gera allt sem hægt að gera svo hann nái sér. En útlitið er mjög svart og viljum við biðja ykkur öll að biðja fyrir Þorsteini og öllum í kringum hann sem berjast með honum. 

 Nú klukkan 14 í dag var haldin bænastund í kapellu Barnspítala Hringsins þar sem fjöldi vina og ættingja Þorsteins komu saman. Í kjölfarið bárust okkur góðar fréttir og er það dæmi um hvað við getum gert mikið í þessu þó við séum ekki við skurðarborðið.

Sendum hlýjar hugsanir og biðjum fyrir Þorsteini.

Fjöldskylda Þorsteins þakkaði okkur mikið fyrir það sem við sýnum honum nú þegar og biður okkur að hald því áfram. 

 

STATTU ÞIG ÞORSTEINN.. við vitum hve þrjóskur þú ert og þú ert með svo mikið keppnisskap að þetta á bara að vinnast 


Látum myndirnar tala sínu máli

Hvernig væri að allir sem tóku myndir á árgangsmótinu sendi þætil Stebba svo hægt sé að hafa þær allar á einum stað. Það er svo hægt að velja einhverjar góðar úr eða jafnvel allar og setja á netið einhverstaðar svo við getum notið mynda hvors annars?  GÓÐ HUGMYND KANSKI?

 

Allavega er þá hægt að senda þær pakkaðar (zip skrá) á netfangið eyjar78@gmail.com eða senda þær heim til Stefáns Þórs á geisladisk sem er að sjálfsögðu best. 

Læt hér eina góða fylgja

Blautt og gott var það


Tími fyrir þakkir

Já nú er vinnuvikan hafin og væntanlega allir búnir að skila sé heim eftir þetta árgangsmót.

Þetta var frábærlega vel heppnað árgangsmót og held ég að ég geti sagt fyrir hönd allra að þetta hafi verið óaðfinnanegt. 

Ég vill þakka allri nefndinni fyrir samstarfið.. Fólk er sátt með okkur og við að sjálfsögðu með þau þannig að allir eru glaðir. 

Annars vill ég þakka Steinþóri sérstaklega fyrir að hjálpa við þrif á sunnudag og Hödda fyrir græjurnar.

Kristín Inga og Siggi Jóels fá þökk fyrir pekkjarpartýin og Hrund fyrir að eiga svona frábærann maka sem keyrði alla úr þeim partýum á Ásgarð. 

Telma fær þakkir fyrir að hjálpa okkur með að framreiða súpuna á laugardag 

Þá er ekki hægt að gleyma Mömmunum sem redduðu alveg súpunni.

Petra mamma hans Didda og Bára mamma mín eiga allan heiðurinn af matseldinni.

 

Vonumst svo til að sjá ykkur öll á næsta árgansmóti árið 2012 

 

Nefnd árgangsmótsins árið 2007 kveður

Stefán Þór

Diddi

Kristín Inga

Þórey Svava 

Bjössi Matt

Helga Sigrún

Elena Einis

Hlynur

Egill  

 

Kær kveðja

Stefán Þór 


Hlátur og dans

Hahahahahah við erum ennþá að hlæja eftir gærkveldið.....

Þvílík snilld sem þetta var......

 Við hittumst klukkan 19:30 og hlógum til klukkan 03:00 og fórum á Lundann, þar fórum við að dansa og erum ennþá dansandi......

En í alvörunni krakkar finnst ykkur vanta einhvern?????????

Þríeykið er núna að klára að græja óvissuferðina og súpuna og erum að fara að skella okkur í óvissugallan því það er bara þrjúkorter í fjörið.

Kveðja

Kristín Inga, Stefán og Diddi


STURTA KL 18:00

Nú samkvæmt dagskrá eiga allir að fara í sturtu og gera sig klára... Mæting 19:30.

Mikill spenningur í öllum sem við höfum hitt..

 Sjáumst Hress og kát á eftir...

 

Kveðja Nefndin


Klukkan er að verða Árgangsmót

Já nú nálgast þetta ógurlega hratt. Sérstaklega þegar maður er staddur í vinnu og á eftir að pakka og koma sér í Herjólf sem aðeins gengur um á einni vél.

Fólk hefur verið að þyrpast að okkur og spurja hvort of seint sé að skrá sig og okkar svar er að sjálfsögðu nei allir velkomnir og alveg framá síðustu stundu (svo lengi sem þau borgi).

Ég hef samt sagt kokkinum knáa lokatölu í matinn en það er hægt að nota gamla góða ráðið úr Nýtt Líf og biðja bara um nokkra aukadiska því það verði eitthvað um börn þarna.....  Allavega er það ekki hindrun fyrir skráningu.Tounge

HLAKKA MIKIÐ TIL..

Er búiinn að læra nokkur ný grip á gítarinn og mun sýna ykkur þau og jafnvel ef þið hagið ykkur illa þá mun ég raula eitthvað með því...

 

Kær Kveðja

Stebbi Steindórs  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýjustu myndir

  • 30 ára
  • Þorsteinn vann "einspilari dagsins"
  • Óvissuferð

Höfundur

Árgangur 1978 BEKKJALISTAR HÉR
Árgangur 1978 BEKKJALISTAR HÉR

 

Klikkaðu á tekstann HÖFUNDUR hér fyrir ofan og sjáðu nöfn allra í árgangnum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Um bloggið

Árgangur 1978, Vestmannaeyjum

Árgangur 1978 frá Vestmannaeyjum mun fagna því árið 2007 að það eru liðin 15 ár frá fermingu þessa merka árgangs.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband