Allt fínt að frétta

Árgangurinn vex og dafnar og æ fleirri úr árgangnum hafa fundið hjá sér ástæði til að verða þrítugir.

 Við fögnum því og óskum bara öllum til hamingju.

Og fyrir þau ykkar sem nota Facebook þá er grúbba fyrir árganginn HÉR 

  


Styrkartónleikar með Hoffman

:Þann 13.febrúar munu öðlingarnir í Hoffman halda tónleika til styrktar Þorsteini á Gauknum. Auk þeirra koma nokkrar hljómsveitir og þetta er kjörið tækifæri til að skella sér og styrkja þetta frábæra málefni.   SJÁUMST ÞAR 

Gaukur Á Stöng

miðvikurdagurinn 13 Feb 2008,

kl: 20:00

1000kr (að lágmarki)

 

 

Hoffman 

Cliff Clavin,

Hooker Swing,

Benny Crespo´s Gang

Dikta,

Æla

 

Allur ágoði rennur til góðgerðarmála !


Þorsteinn heimsóttur á afmælisdaginn

Við í nefndinni sem hélt utan um árgangsmótið 2007 heimsóttum Þorstein í dag (mánudag 14.jan 2008) á afmælisdegi hans og gáfum honum þann pening sem eftir varð eftir að öll útgjöld höfðu verið greidd af síðasta árgangsmóti.

Upphæðin var 50 þúsund krónur sem við teljum að séu betur varið í höndum Þorsteins og Hrefnu en að liggja bankabók og safna ryki þar til við hittumst aftur eftir 5 ár.

Það var ótrúlega gott að sjá hve langt Þorsteinn hefur náð á þessu tíma síðan hann var laggður í hraði inná spítala í september aðeins nokkrum dögum eftir árgangsmótið. Við spjölluðum við hann um heima og geima og það sem kom mér mest á óvart er að hann heldur enn með Liverpool en er að eigin sögn farinn að langa rosalega í  Manchester búning (þið sem langar að gefa honum afmælisgjöf þá er þetta góð hugmynd) 

Hann er nú vonandi í næstu viku að verða "dagmaður" á Grensás sem verður frábært því að vera burt frá heimilinu sínu í 5 daga í senn er ekki eitthvað sem menn vilja til lengdar. 

Við óskum Þorsteini innilega til hamingju með 30 ára afmælið og óskum honum þess að batinn haldi áfram að taka þessi 2 skref áfram, þó við og við komi eitt til baka (enda einsog hann sagði sjálfur þá er það ágætt til að verða ekki of bjartsýnn)

Til hamingju með daginn Steini.

 


Gleðilegt nýtt ár árgangur 78

Nú er hver að verða síðastur að njóta 29 ára aldursins. 

30 ára


Endurhæfing að byrja

Hæ öll sömul ég ætla láta vita af mér. Ég fer á grensás á þriðjudag(á morgun) og þá er endurhæfing að byrja á fullu, smá kvíðni því ég er orðin 93 kíló og samt með mikinn bjúg og í engu formi, matarlistin er lítil enn vonandi að hún fari að koma. Þetta á eftir að taka mánuð ef ekki mánuði það veit enginn, því fóturinn er ekkert farinn að hreyfast neitt að viti. Ég á mína góðu daga og auðvitað þá slæmu líka enn góðu dagarnir er mun fleiri sem betur fer. Enn og aftur vil ég þakka fyrir mig og eins og Egill sagði þá tekur maður ekki lífinu sem sjálfssögðum hlut. Takk fyrir mig .

Kveðja Þorsteinn


Hraður bati

Hæ öllsömul, þetta er að ganga ótrúlega hratt. Ég er búin að losna við öll tæki s.s nýrnaskiljun sem var þannig að ég lá í 4 klst og beið bara.

Núna er bara að koma vinstri fæti í sitt gamla form, ég næ að hreyfa hann aðeins enn það fylgja honum miklir verkir sem er deyft með lyfjum(dópi). .

Enn og aftur þá vil ég þakka fyrir mig , þig eruð búin að vera ótrúleg . Ég met þetta mikið og tárast í hverju færslu........takk takkk takk þetta er ómetanlegt.

Kveðja

Þorsteinn


Sæll kæri árgangur

Innilegar þakkir fyrir hlýjar hugsanir og bænir. Ég er nú kominn á almenna deild og er byrjaður í smá endurhæfingu. Ég á eftir að vera hér í nokkrar vikur og fer svo annað hvort á Grensás eða Reykjalund í frekari endurehæfingu. Þetta gengur samt allt nokkuð vel en hægt.

Ég er búinn að vera með tárinn í augunum að lesa færslurnar hér á síðunni.

Enn og aftur kærar þakkir fyrir allan stuðninginn, hann er alveg ómetanlegur.

Kveðja Þorsteinn og fjölskylda


Steini hressist með hverjum deginum

Hann er betri í dag en í gær og var þá betri en daginn áður þannig að ekki er annað hægt að segja en að þetta mjakist í rétta átt.. Nú er jafnvel komið að því að hann fari á almenna deild en læknar meta það væntanlega í dag. 

Hann Þorsteinn horfði meira að segja á sýna menn í Liverpool tapa í fyrradag þannig að það er góðs viti að hann hafi enn áhuga á fótblota þó svo að liðið sem hann haldi með sé ekkert vel valið...Einnig hefur hann tjáð mönnum að hann haldi að hann spili ekkert með Duffa næsta sumar en geti sko alveg sparkað í bekkinn samt. Þetta sýnir að gamli góði þorsteinn er á batavegi.

Nú verður bara að halda áfram að hugsa hlýtt til hans því það er enn langt í land þó svo að gleðilegt sé að hann sé að hressast.

 Góða helgi öll sömul og vonum við að allir eigi eftir að hafa það eins gott og völ er á


Steini að vakna

Það hefur verið unnið að því smátt og smátt þessa vikuna að vekja Steina og læknar höfðu gefið því ferli 10 daga en nú er Steini víst búinn að vakna aðeins og fór að sjálfsögðu að rífa kjaft einsog honum er líkt þannig að við getur brosað að kraftaverkið heldur áfram.

 Þó eru ýmis atriði sem enn er óvitað með en jafnvel verður Steini fluttur á almennadeild í þessari viku og það væri stórt skref. Vonum því að það takist og Steini geti hafið endurhæfingu sem fyrst. 

 

Við biðjum því áfram að við fáum að sjá öll þessi merki um bata og vonum að batinn verði sem mestur.


Styrkjum Þorstein - Sýnum stuðning okkar í verki

Það þarf eflaust ekki að fara orðum um hve hræðilega andlegt áfall  svona sjúkdómur er á fjölskyldu Þorsteins en ekki má heldur gleyma að þetta er mikið áfall fyrir budduna líka því þessu fylgir vinnutap jafnt og annar kostnaður sem ekki er venjulega hjá aðstandendum sjúklings. 

 Því vill ég biðja ykkur að athuga hvort þið eigið ekki einhverjar krónur aflögu til að leggja á reikning sem stofnaður hefur verið til að standa við bak Þorsteins og Hrefnu.

kt.280480-4449, banki 0582, hb 14 reikningur númer 104449.

Margt smátt gerir eitt stórt og þetta í bland við bænir okkar getur og mun gera gæfumun.

Líðan Þorsteins er enn stöðug, sem verður að teljast gott því þegar líðan hans er stöðug er hægur bati í gangi. Við vonum það besta og verðum að hugsa jákvætt. Þetta er lífshættulegur sjúkdómur en við trúum því að okkar maður sé sterkari en svo að gefast upp. Við þekkjum það svo vel hve mikill keppnismaður hann er og einginn sem þarf að efast um að það hjálpar auk þess frábæra líkamlega ástands Þorsteinn var kominn í fyrir áfallið. 

 

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að maður sem einsog við er á besta aldri hafi verið í blóma á árgangsmóti okkar í byrjun september liggi nú þungt haldinn á gjörgæslu.

Við sýnum honum hve frábær árgangur 1978 er og  hjálpum honum og fjöldskyldu hans.


Næsta síða »

Nýjustu myndir

  • 30 ára
  • Þorsteinn vann "einspilari dagsins"
  • Óvissuferð

Höfundur

Árgangur 1978 BEKKJALISTAR HÉR
Árgangur 1978 BEKKJALISTAR HÉR

 

Klikkaðu á tekstann HÖFUNDUR hér fyrir ofan og sjáðu nöfn allra í árgangnum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Um bloggið

Árgangur 1978, Vestmannaeyjum

Árgangur 1978 frá Vestmannaeyjum mun fagna því árið 2007 að það eru liðin 15 ár frá fermingu þessa merka árgangs.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband